Mok á fyrstu vakt í Fitjaflóði

Fitjaflóð.
Veiðimenn að rótera í Trektinni. Myndin er fengin FB SVFK. Hún er síðan í fyrra reyndar, vonandi að við getum hent inn nýjum myndum fljótlega.

Augljóslega er enn mikið af sjóbirtingi víða í vötnum austur í Vestur Skaftafellssýslu, en í morgun opnuðu nokkrir félagar úr SVFK svokallað 4 svæði Grenlæks, öðru nafni Fitjaflóð. Má segja að þeir félagar hafi lent í mokveiði.

Í skeyti frá Arnari Óskarssyni í stjórn SVFK var „mok á fyrstu vakt, alls 54 fiskar dregnir á þurrt og lang flestum sleppt aftur. Við bíðum nú frekari fregna, einnig frá fleiri svæðum, en hluti VoV er á á svæðinu fram á fimmtudag til að taka púlsinn.