Hrútafjarðará
Nýjasti stórlaxinn, 98 cm úr Hrútafjarðará....myndin er frá FB síðu Strengja.

Veiði er nú víða lokið, en sumar ár eru opnar út mánuðinn. Þær sem byggja á gönguseiðasleppingum fá að vera opnar vel fram eftir október. Það er sem sagt lengi von á einum eða fleirum og síðasti stórlaxinn sem við fréttum af var úr Hrútafjarðará.

Veiðiþjónustan Strengir, sem er leigutaki árinnar, greindi frá því í dag að 98 cm hængur hefði veiðst í veiðistaðnum Síríusi. Hinn heppni veiðimaður heitir Birgir Hilmarsson og eins og sjá má af myndinni þá er um engan smáræðis klump að ræða. Þetta er þó ekki sá særsti úr ánni í sumar, því Strengir létu vita af því í sömu andrá, að 105 cm hængur væri skráður í veiðibókina.Annars var Hrútan komin með 320 landaða laxa s.l. miðvikudag, en veitt er út mánuðinn. Alls veiddust í henni 384 laxar í fyrra, þannig að þetta er mjög áþekk útkoma þ´´o að það sé ívið minna nú en þá.