Statistík sem fer yfir velsæmismörk!

Sjóbirtingur, Varmá
Glæsilegur sjóbirtingur. Mynd -gg.

VoV var á ferðinni fyrir austan í vikunni og við kíktum við í Geirlandsá. Þar var enginn að veiða en þar sem við þekkjum talnalásinn, fórum við inn og kíktum í veiðibókina. Fréttir hafa borist af ótrúlegri veiði….og satt að segja misstum við andlitið yfir veiðibókinni.

Þó að það sé óstaðfest, þá hlýtur vorveiðin 2019 að vera metveiði. 522 fiskar alls! En talan segir ekki alla söguna. Bara hálfa söguna. Það hefur verið uppgangur í sjóbirtingi á þessum slóðum, ekki bara í Geirlandsá, heldur fleiri svæðum, Vatnamótum, Tungulæk, Tungufljóti, Eldvatni. Ef að þessi svæði hafa bara hálfa statistík á við Geirlandsá þá mega menn vera sáttir. Skoðum svo:

Það hefur verið svo mikil veiði að það er komin ný veiðibók. Sum holl hafa kosið að skrá hvorki lengd né mögulega vigt. Svei þeim. Skrá bara fiska, þannig að lesendur fá enga hugmynd um stærð fiska. En sem betur fer eru flestir með í spilinu og hér kemur smá úttekt:

Við töldum í veiðibókinni stóru fiskana.  70-plús, 80-plús. 90-plús og jafnvel meira.

Af 522 fiskum voru 124 fiskar 70-79 cm og margir þeirra nær 79 en 70. 80-89 cm voru 75 fiskar. 90 cm voru 13 fiskar og svo var einn búrhvalur, 103 cm.

Þetta gera 213 fiskar af 522, þar er ekki öll sagan sögð, því eins og við gátum áður þá nenntu sumir ekki að mæla aflann sinn, aðrir mældu ekki og slógu bara á vigt. Þar fundum við 13 fiska sem voru 3,5 kg eða 7 pund, þrjá sem voru 4 kg eða 8 pund, sjö sem voru 4,5 kg eða 9 pund, þrjá sem voru 5 kg, eða 10 pund, alls 26 fiska, þannig að risafiska talan er 239, miðað við nákvæmar skráningar, af 522.

VoV hefur aldrei séð svona tölur. Það er greinilega ákveðinn toppur í sjóbirtingsveiðinni. Þeir verða ferlega gamlir og nú fer að fasast út, en alls staðar er góður slatti af geldfiski, þannig að þrátt fyrir hlýnun jarðar er birtingurinn vonandi ekki ein af þeim tegundunm sem eru í hættu.

Aflinn alls 522. Þar sem lengd og vigt er skráð.