Simms helgi Veiðihornsins

María Anna Clausen, Ólafur Vigfússon, Veiðihornið
María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon eigendur Veiðihornsins standa fyrir mikilli hátíð í versluninni um helgina.

Veiðihornið stendur fyrir Simms helgi, einmitt nú um þessa helgi. Þetta hefur verslunin gert árlega hin seinni ár og jafnan verið vinsælt að kíkja við, enda koma í heimsókn sérfræðingar frá hinu heimsþekkta fyrirtæki.

Við heyrðum í Ólafi Vigfússyni, annars eigenda Veiðihornsins í tilefni þessa og hann sagði: „Já, um helgina ráðgerum við að standa fyrir Simms helgi. Við eigum von á sérfræðingum í Gore-tex umhirðu og viðgerðum frá Simms. Við munum því bjóða þeim sem eiga Simms Gore-tex vöðlur að koma í Veiðihornið á laugardag og sunnudag til þess að láta yfirfara og gera við þær. Þetta verða sem sagt aðeins Gore-tex vöðlur og aðeins eitt par á mann.  Gert verður við á staðnum ef um minniháttar mál er að ræða.  Ef ekki verður tekið við vöðlum sem við sendum á Gore-tex verkstæði Simms í Noregi þar sem fagmenn gera við. Simms er yfirburðamerki í vöðlum og veiðifatnaði og þjónusta sem þessi undirstrikar það.

Þessi heimsókn frá Simms verður miðpunktur helgarinnar en við ætlum að nota tækifærið og gera ýmislegt fleira. Meðal þess helsta sem nefna má er að snappararnir og Villimennirnir Elías og Guðni verða á staðnum á laugardag og ætla að taka sérstaklega vel á móti ungum veiðimönnum, segja frá ævintýrum sínum og gefa góð ráð. Kokkurinn og súpersnapparinn Silli ætlar að grilla gómsæti úr villibráð ofan í mannskapinn á laugardag.  Börkur Smári, einn besti flugukastkennari landsins verður hjá okkur á laugardag og gefur góð ráð. Um helgina lýkur einnig árlegum vortilboðum Veiðihornsins þannig að hægt er að gera bestu díla ársins í Veiðihorninu um helgina. Opið verður á laugardag 10 til 16 og sunnudag 12 til 16.“