Verið getur að það sjái fram á breytingar á utanumhaldi og fyrirkomulagi í Elliðaánum og í Elliðaárdal í náinni framtíð. Eitt af því er gæti gerst er að OR hætti umsjón með ánum og að verð veiðleyfa hækki.

Elliðaárnar; Veitt í SJávarfossi. Mynd Heimir Óskarsson.
Elliðaárnar; Veitt í SJávarfossi. Mynd Heimir Óskarsson.

Þessar vangaveltur má lesa í gagngerri skýrslu sem árnefnd Elliðaána hefur tekið saman og birt á FB síðu árinnar. Þar má meðala nnars lesa eftirfarandi: „Eins og verið hefur sér SVFR um rekstur Elliðaánna í umboði Orkuveitu Reykjavíkur sem ber ábyrgð á Elliðaánum gagnvart Reykjavíkurborg. Uppfyllir SVFR þannig skyldur OR gagnvart borginni varðandi Elliðaárnar. Nú eru uppi hugmyndir um að borgin yfirtaki málefni Elliðaánna sem og að Elliðaárdalurinn verði gerður að einhverskonar sjálfbærum fólkvangi og má búast við að fjármögnun þess verkefnis muni m.a. koma fram í hækkun á verði veiðileyfa. Er nauðsynlegt að stjórn félagsins fylgist vel með framvindu þessara mála með hagsmuni félagsmanna í huga.“

Þetta eru athyglisverð tíðindi og verður fróðlegt að fylgjast með nánari framvindu þessa, en hvað varðar verð veiðileyfa þá eru væntanlega flestir eða allir á þeirri skoðun að verð laxveiðileyfa hafi um árabil verið allt of hátt, þ.e.a.s. hinn almenni launamaður hefur varla geta leyft sér slíkan lúxus. Annað hefur verið uppi á teningunum hvað varðar verð veiðileyfa í Elliðaánum, en líkast til hefur hvergi verið hægt að komast í aðra eins gæðaveiði fyrir jafn lítinn pening.