Sá stærsti úr Eldvatni í vor!

Eldvatn
Svakalegur birtingur, 89 cm úr Eldvatni. Sá stærsti úr ánni í vor.

Stærsti sjóbirtingurinn ur Eldvatni það sem af er veiddist nú í vikubyrjun, 89 cm drjóli, en óvenju mikið hefur verið um stóra fiska í nánast öllum Skaftfellsku ánum í vor.

Jón Hrafn Karlsson einn leigutaka árinnar greindi okkur frá þessu og bætti við: „Annars  er jafn gangur hjá okkur , menn eru að landa þetta 10-15 fiskum á dag , mest 60-80cm fiskur , nokkrir stærri , geldfiskurinn enn ekki mættur.“