Mánuður í laxinn!

Urriðafoss, Þjórsá
Myndin er frá Urriðafossi,.

Í dag er aðeins einn mánuður þar til laxveiðitíminn hefst, en Þjórsá verður opnuð 1.júní næst komandi. Augu allra beinast þá að Urriðafossi sem hefur gefið afburðavel síðustu sumur, ekki hvað síst í opnun og framan af sumri, en þar er kominn lax uppúr miðjum mai.

En það eru fleiri svæði í Þjórsá sem opna sama dag, 1.júní, það eru „tilraunasvæðin“ sem leigutakarnir IO veiðileyfi kalla svo. Það eru Urriðafoss B, sem er ofan Urriðafoss, á milli brúnna, 2 stangir þar. Kálfholt er síðan kílómeterslangt 2 stanga svæði að austan og byrjar 2-300 metra neðan við Urriðafoss og loks Þjórsártún, 3 kílómetra langt 4 stanga svæði sem er á austurbakka og nær niður fyrir Urriðafoss að Kálfholtssvæðinu. Öll þessi svæði gáfu þó nokkuð samanlagt af laxi í fyrra, en enn er að koma þar veiðireynsla.

Á eftir Þjórsá koma síðan Norðurá og Blanda sem hafa verið að rokka á milli 4 og 5 júní sem opnunardag. Síðan koma allar hinar hver af annarri og uppúr miðjum mai má búast við því að glöggir veiðimenn komi augu á fyrstu laxa sumarsins.