Veiði fór vel af stað í sumarveðri í efsta hluta Elliðaána í morgun, en þar hefur verið stunduð urriðaveiði í maimánuði um nokkurt árabil, enda mikið af þeim fiski efst í ánum. Eins og í vatninu, hefur urriðinn farið stækkandi, en þó hafa alltaf verið vænir fiskar innan um.
Við heyrðum í Ásgeiri Heiðari í morgun og hann sagði að líflegt hefði verið, „komnir fjórir vænir á land um klukkan tíu“, bætti hann við. Mest veiðist í svokölluðum Höfuðhyl, sem er neðan við stífluna, en Ármótafljótið neðan við brú er einnig oft drjúgt










