Laxá í Kjós, Kvíslafoss
Kvíslafoss í Laxá í Kjós, ekki mættur enn. Mynd Heimir Óskarsson.
Kvíslafoss, Laxá í Kjós, Haraldur Eiríksson
Lax þreyttur í Kvíslafossi í Laxá í Kjós í morgun. Mynd Haraldur Eiríksson.

Þrátt fyrir að stíf vestanátt og kuldi hafi sett strik í reikninginn í opnun Laxár í Kjós, þá rættist aðeins úr þegar á leið og á endanum var „fínasti opnunarmorgun,“ eins og það var orðað.

„Þetta endaði í tíu löxum sem er fínasti opnunarmorgun,“ sagði Haraldur Eiríksson sölustjóri hjá Hreggnasa í skeyti til VoV í dag. Veiði hafði farið rólega af stað, ekki vegna skorts á fiski heldur vegna þess að köld og stíf vestanátt lagði upp eftir ánni og það er alkunna að bæði í Laxá í Kjós og víðar þá er vestanáttin ævinlega til leiðinda. Hún kælir og kýlir niður tökugleðina. Seinni vaktina veiddust fimm laxar til viðbótar og til að undirstrika að lax er um alla á, þá veiddist einn í Skugga, sem er efsti leyfilegi laxveiðistaður árinnar, við mynni Þórufossgljúfurs.

                                        9 laxa opnun í Hítará

Við getum bætt hér við þeim fréttamola að Hítará var opnuð í gær og veiddust níu laxar sem er flott opnun. Flestir laxanna voru „tveggja ára“ hrygnur á bilinu 80 til 84 sm. Lax var víða um á, en mest þó á Breiðinni framan við veiðihúsið í Lundi