Tungulækur, sjóbirtingur, Ingólfur Helgason
Einn vænn gefur ljósmyndara við Tungulæk illt auga! Mynd er frá Ingólfi Helgasyni og tekin í fyrra.

Tungulækur var ekki opnaður í morgun eins og venja er til. Það var af „praktískum ástæðum“ eins og Ingólfur Helgason hjá Streng orðaði það en útskýrði ekki nánar. Veiði í ánni hefst hins vegar í fyrramálið.

Það verða því engar tröllatölur sem jaðra við aprílgöbb úr þessari gjöfulustu sjóbitringsá landsins að þessu sinni. Fréttir bíða morguns er fyrstu veiðimennirnir stíga fram og þenja köstin.