Haffjarðará
Veiði fór frábærlega af stað í Haffjarðará.

Fram kom í Viðskiptamogganum um daginn að fjárfestar væru til í að kaupa upp hlut Akurholts í Haffjarðará. Akurholt er yfirleitt orðað við Einar Sigfússon, en hann er ekki einn. Óttar Yngvason er móteigandinn og hefur forkaupsrétt. Nú er komin niðurstaða.

Haffjarðará er ein albesta laxveiðiá landsins og sú á sem hvað lengst hefur verið með „fly only“, lengi vel var áin í eigu Thors-ættarinnar, en fyrir all nokkrum árum seldu Thorsararnir og helmingur fór til Óttars Yngvasonar, hinn hlutinn til Akurholts, Einars Sigfússonar, en með honum var og er Bandaríkjamaður Bo Ivanowich. Sá vildi selja og annar aðili var inni í myndinni, en eins og Viðskiptamogginn greindi frá þá stirðnaði allt. Niðurstaðan var sú að Óttar nýtti forkaupsréttinn og er nú einn eigandi að ánni og sér að sjálfsögðu í framhaldinu að rekstri og veiðileyfasölu.