Leirá, lax
Farið að bóla á smálaxagöngum. Mynd Stefán Sig.

Það gengur betur að selja veiðileyfi til útlendinga núna en í fyrra. Það var bras í  fyrra útaf sterkri krónu, en svo kom smá rof í styrkinn og þá var ekki sökum að spyrja, síminn stoppaði ekki.

Sterk króna getur verið sniðgut fyrirbæri á suma vegu en ekki aðra vegu og veiðileyfasalar fundu fyrir því að það gekk illa að selja veiðileyfin á nýliðnu sumri. Núna er kominn smá gluggi í þennan rosalega styrk. Veiðileyfasalar sem VoV hefur rætt við, t.d. Hreggnasi og Strengur, hafa staðfest við okkur að þessi litli gluggi hafi skipt sköpum, nú séu gamlir kúnnar að hringja og athuga með lausa daga. Það sé enginn friður!