Hólsá, Ásgeir Ólafsson
81 cm hrygnha úr Ytri Rangá/Hólasá, silfurbjört þegar október er langt kominn! Mynd Ásgeir Óalfsson.

Við erum á síðustu metrunum og enn eru að veiðast silfurbjartir laxar í Rangárþingi. Magnað! Þó að Rangárnar séu sér á báti í flórunni þá er þetta efni í pælinug hvort að ekki eigi að veiða þar fram að jólum.

Laxar
Skrýtinn afli þegar langt er liðið á október, silfurbjartir laxar!

Síðast ræddum við við Ríkarð Hjálmarsson, núna var það Suðurnesjamaðurinn Ásgeir Ólafsson sem að hélt að hann væri hættur að veiða þetta árið þar til að hann hnaut um lausan dag í Hólsá, vestan megin við Borg. Hann veiddi vel, landaði slatta af laxi og helingurinn var silfurbjartur. „Já, þetta var magnað og það voru bjartir laxar að stökkva víða á svæðinu. Einn laxinn var 81 cm hrygna og hún kom mér mest á óvart, minna mál að fá bjarta smálaxa svona seint á haustin, það getur alltaf gerst,“ sagði Ásgeir í samtali við VoV.

Það er frekar langt síðan að bjartir laxar voru að veiðast svona langt inn á haustið á Íslandi, kannski veit þetta á gamla góða tíma, því að það bar á þessu á Norðausturhorninu líka í haust.