Þorsteinn Stefánsson Norðurá
Þorsteinn Stefánsson með 85 cm hrygnu úr Þrengslunum í Norðurá í vikunni. Glæsilegur fiskur!

Við höfum ekkert verið að flýta okkur með vikutölurnar, enda er þetta á niðurleið, laxinn orðinn leginn og línur nokkuð skýrar. Reyndar heyrum við að nýgengnir laxar séu enn að veiðast í Rangárþingi og að venju eru aflahæstu árnar þar, Eystri Rangá að þessu sinni efst, sú Ytri á eftir.

Þær eru báðar veiddar nánast út september og síðasta vika var betri í Ytri en Eystri, og lítið ber á milli þannig séð. En skoðum vikutölurnar, þar geta lesendur séð hvernig þetta er svona í lokin….

Eystri Rangá      3486 – vikan 142

Ytri Rangá          3177 – vikan 403

Þverá/Kjarrá        2444 – vikan 75

Miðfjarðará          2360 – vikan 159

Norðurá               1610 – vikan 112

Haffjarðará           1502 – vikan 67

Langá                   1395 – vikan 56

Urriðafoss             1243 – vikan 32

Selá                      1283 – vikan 61

Elliðaárnar            932  – vikan 39

Blanda                   861 – vikan 4

Laxá í Kjós             854 – vikan 64

Laxá á Ásum          644 – vikan 20

Laxá í Leir.             635 – vikan 21

Hofsá                      629 – vikan 27

Affall                       693 – vikan 103

Hítará                     551 – vikan 27

Víðidalsá                510 – vikan 32

Flókadalsá              440 – vikan 35

Vatnsdalsá              414 – vikan 30

Þverá-Fljótshl.         409 – vikan 42

Jökla                         408 – vikan 6

Stóra Laxá                360 – vikan 11

 

Þetta er sem sagt orðinn slagur á milli Rangánna tveggja um efsta sætið. Eystri hefur haldið sætinu lengst af en það gæti breyst miðað við vikutölurnar sem voru mun betri í Ytri en Eystri. Horft fram hjá svoleiðis þá er Eystri miklu betri en í fyrra og Ytri miklu lakari en í fyrra…..

Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará eru síðan lang bestu sjálfbæru árnar, kemur kannski dálítið á óvart með Miðfjarðará þar sem hún er nánast miðpunktur í smálaxalausa svæðinu. En svona er þetta.