Rjúkandi og Rjúkandabreiða í Straumfjarðará, efstu laxgengu veiðistaðirnir í ánni. Mynd -gg.

Búið er að „opna pakkann“ í útboði Straumfjarðarár. Eins og búist var við, er áin eftirsótt, enda ein besta laxveiðiá landsins og óvenjuleg eining, 3-4 stanga á með þjónustu. Tilboðin voru fjölmörg, en SVFR var með risatilboð sem var lang hæst.

 

Tilboð SVFR er 175 milljónir króna til fimm ára, en næsta tilboð var 157.500 krónur og tilheyrði Birni Björnssyni. Lax-á var með lægsta boðið, 120.500.000 krónur, eða 51.500.000 krónum lægra en hæsta boð. Verður að telja það með ólíkindum, þar sem báðir aðilar eru reyndir veiðileyfasalar.

 

Líklegt verður að teljast að landeigendur gangi til samninga við SVFR, en tíminn mun leiða það í ljós. Í frétt sem við munum birta á áskriftarsvæði okkar, verður allt tíundað, hverjir buðu og hvað hátt. Einnig nokkur komment.