Sigurpáll Davíð Eðvarðsson.
Sigurpáll Davíð Eðvarðsson með tröllið.

Einn stærsti sjóbirtingur vorsins kom á land úr Geirlandsá um miðjan síðasta mánuð. Var það fiskur af fullorðnu deildinni og höfum við aðeins frétt af tveimur í vor sem voru lengri, en ekkert verður haft uppi um samanburð á þyngd á þessum fiskum því þar getur skeikað eftir ástandi einstakra fiska.

En um er að ræða 94 cm sjóbirtingshæng sem Sigurpáll Davíð Eðvarðsson setti í og á myndinni má sjá að hann er staddur í hinum gjöfullu Ármótum. Sigurpáll greinir sjálfur frá þessu á heimasíðu Stangaveiðifélags Keflavíkur og bætir þar við að hann hafi misst einn að auki sem hafi verið enn stærri og landað öðrum sem var litlu minni. Hollið hjá honum var með ríflega 40 landaða fiska.

Vorveiðin í Geirlandsá hefur verið afar góð en lítið að frétta að undanförnu þar sem frekar lítið selst af veiðileyfum þegar komið erf ram í mai. Það er synd því mikið era f fiski fram eftir mai í öllum árna þarna fyrir austan o ger Geirlandsá þar engine undantekning, það hefur VoV oft sannreynt.