Friðrik Þ Stefánsson, Hofsá
Friðrik Þ.Stefánsson með ferlíkið!

Stærstu laxar sumarsins til þessa eru að koma úr Hofsá í Vopnafirði, en fyrir skemmstu veiddist þar annar lax sem mældist 109 cm. Þessir tveir eru þeir stærstu sem VoV hefur haft spurnir af, en stóru hængarnir eru byrjaðir að láta á sér kræla!

Hofsá, Friðrik Þ.Stefánsson,
Svakalegur!

Sá sem veiddi þennan risafisk var Friðrik Þ.Stefánsson, fyrrverandi formaður SVFR. Laxinn tók smáflugu hjá honum í veiðistaðnum Wilson Run og varð af mikil og stórbrotin glíma sem endaði með því að laxinum var landað, honum strokið og sleppt. Fyrr í mánuðinum landaði Guðlaugur Frímannsson 109 cm hæng í Skógarhvammshyl. VoV hefur ekki frétt af stærri löxum í sumar, en tími risahængana fer nú í hönd. Óhætt er að segja að þessir risahængar krydda mikið tilveruna í Hofsá því veiðin í ánni hefur verið frekar í rórri kantinum í sumar.