Jæja, það er alltaf gaman að gramsa í vikutölum angling.is og starf þeirra á þessu sviði er virkilega þakkarvert. Gefur rífandi mynd af því sem í gangi er hverju sinni. Og býður auk þess upp á að spáð sé í spilin. Spurningar vakna, spurningum er svarað. Skoðum þetta núna, Þverá/Kjarrá, Eystri Rangá, Urriðafoss, auk Vopnafjarðaránna, uppsveiflur, staðið í stað eða niðursveiflur…..
Það eru nokkrir augljósir toppar og annar staðar verður bara ljósara og ljósara að það er smálaxaskortur í ákveðnum landshluta. Þar er veiði bara slök þó að komi skot og skot. Tölurnar ljúga ekki. En ef við tökum fyrir hástökkvara ársins til þessa, klárlega þrjú svæði í hæsta flokki, Þverá/Kjarrá, Urriðafoss og Eystri Rangá. Mætti alveg hafa Laxá í Dölum með eins og sjá má hér neðar þegar tölurnar eru skoðaðar. Þverá/Kjarrá og Urriðafoss eru komin langt fram úr lokatölum síðasta sumars. Kíkjum:
Þverá/Kjarrá 2111-136 (1466)
Eystri Rangá 2002- 635 (1091)
Ytri Rangá 1892 – 343 (2881)
Miðfjarðará 1707 – 285 (2173)
Norðurá 1408 – 56) (1228)
Haffjarðará 1204 – 129) (912)
Urriðafoss 1095 – 57 (673)
Langá 1090 – 87 (1074)
Selá 863 – 157 (618)
Blanda 832 – 61 (1219)
Elliðaárnar 756 – 72 (705)
Laxá í Kjós 713 – 46 (502)
Grímsá 703 – 66 (788)
Laxá í Dölum 687 – 125 (247)
Laxá í Leirársveit 523 – 64 (365)
Haukadalsá 470 – 58 (293)
Laxá á Ásum 467 – 65 (637)
Laxá Í Aðaldal 464 – 49 (501)
Hofsá 444 – 60 (340)
Hítará 426 – 57 (308)
Víðidalsá 375 – 66 (482)
Jökla 352 – 49 (225)
Stóra Laxá 342 – 34 (295)
Flókadalsá 338 – 24 (300)
Brenna/hvítá 326 – 20 (219)
Vatnsdalsá 278 – 34 (424)
Straumfjarðará 246 – 28 (205)
Affall 233 – 78 (55)
Þverá/Fljótshlíð 225 – 48 (183)
Svo eru fleiri neðar í listanum, en við höldum okkur við þessar ár. En hér eru athyglisverð tíðindi. Eystri Rangá er með vikuveiði upp á 635 laxa!. Hún er 911 löxum hærri en á sama tíma í fyrra, var þá með 1091 lax! Uppgangurinn augljós og frábær. Ytri er lakari en í fyrra, en hefur tekið vel við sér síðustu vikur og vikuveiðin í henni er 343 laxar sem er ekkert slor. Saman eru þær Rangárnar með 978 laxa yfir síðustu viku. Það er sem sagt allt að gerast í Rangárþingi.
Við boðuðum það í frétt fyrir skemmstu að Þverá/Kjarrá myndi líklegast fara yfir heildartölu síðasta árs í þessumvikutölum og það gekk eftir. Það er ekki lítið, því að áin losaði 2000 í fyra og allir sáttir. Aðalsteinn Pétursson leiðsögumaður við ána telur að hún hafi alla burði til að fara í 3000 eða meira því að fullt sé af laxi í ánni og enn að ganga.
Við nefndum líka Laxá í Dölum. Þar er geggjuð statistík sem ekki má horfa fram hjá. Eftir vikuveiði upp á 125 laxa er heildarveiðin komin 440 löxum framúr










