Reykjadalsá í Reykjadal, urriði
Nóg er af urriðanum í bland við laxinn í Reykjadalsá og hér er búið að tryggja grillið. Mynd -gg

VoV er í vísiteringu í Reykjadalsá í Reykjadal. +a sem er oftast siglandi undir radarnum í stóra fréttasamhenginu. En þetta er afburðagóð urriðaveiðiá með umtalsverðri laxavon. Oft og iðulegaq veiðast á annað hundrað laxar í ánni og fyrr á árum stundum enn meira. Þetta er þekkt síðsumarsá og er að byrja að detta í gang.

Núna eru komnir 17 laxar í bók og urriðabókin orðin smekkfull og þarf nýja bók ef að skráning á að geta haldið áfram. Þetta er augljóslega afburðagóð á fyrir uppeldi á urriða. Mjög mikið af honum í ánni og geta menn hvort heldur þeir vilja notað litlar straumflugur, púpur eða þurrflugur. Allt virkar, en nokkuð samkvæmt aðstæðum hverju sinni þó. Að þessu sinni er mikið vatn í ánni, dálítið skolað og kalt í veðri. Litlir Nobblerar hafa dugað VoV best. Nokkrir komnir á land, allt að 45 cm, en urriðinn er nokkru smærri hér heldur en t.d. í móðuránni Laxá. Sama gildir um hina hliðará Laxár, Mýrarkvíslina.

Laxinn er dreifður og þarf dugnað og smá heppni til að hitta á hann, laxarnir sautján sem komnir eru í bók hafa veiðst í 12 nefndum stöðum, en fjórir eru bókaðir án staðsetningar. Helmingurinn er tveggja ára, upp í 84 cm.