Bugða
Kominn á land, falleg lítil hrygna sem synti spræk aftur útí á stuttu seinna.

SVFR blæs til jólagleði föstudaginn 7.desember, þ.e.a.s. n.k föstudag. Uppákoman verður að venju í félagsheimilinu/skrifstofunni í Elliðaárdal og mun kenna margra grasa. Nú er veiðitíminn úti og mál að halda dellunni gangandi.

Í fréttatilkynningu sem VoV barst frá SVFR segir: „Jólagleði í dalnum verður haldin 7. desember næstkomandi í húsakynnum SVFR klukkan 20:00. Farið verður um víðan völl þetta kvöld og verður meðal annars ný skemmtinefnd kynnt til leiks. Þetta er kjörið tækifæri fyrir veiðimenn að koma saman og gera sér glaðan dag fyrir jólahátíðina.

-Ný skemmtinefnd kynnt til sögunnar
-Ólafur Finnbogason fer yfir stöðuna í Bíldsfelli
-Nýjasta ársvæði félagsins, Laugardalsá, kynnt fyrir félagsmönnum
-Úthlutunarvefurinn kynntur
-Vinsælustu veiðibloggarar landsins sýna myndir og segja sögur frá liðnu sumri
-Jólagjafir veiðimannsins eru veiðibækur af ýmsum stærðum og gerðum
-Hinn geðþekki veiðimaður Sigþór Steinn Ólason les upp framlag sitt í bókinni Undir Sumarhimni
-Sous Vide bók veiðihúsakokksins Viktors Andréssonar verður kynnt og boðið upp á smakk sem engan svíkur
-Boðið verður upp á smakk úr Stóru Villibráðarbókinni
-Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Sem sagt, eitthvað fyrir alla, og fimmtudaginn 13.desember tekur annað við, Þá mætir Júlíus Guðmundsson, fluguhnýtari, stangarsmiður og veiðigæd og talar um allt milli himins og jarðar í bransanum. Meira um það seinna.