Eldvatn
Fallegur 50 cm birtingur úr Eldvatni, sem fær oftast fyrstu göngurnar fyrr en nágrannaárnar, sennilega vegna þess að hún rennur beint til hafs á maðen aðrar í sveitinni renna í jökulár....Mynd Jón Hrafn

Sjóbirtingur er byrjaður að kíkja í ár í Vestur Skaftafellsýslu. Hann er löngu farinn að sýna sig annars staðar eins og venjulega en það eru alltaf tíðindi þegar hann fer að sýna sig á sínum „heimaslóðum“. Jón Hrafn, leigutaki Eldvatnsins fór í könnunarleiðangur í gærkvöldi og hann sagði þetta:

„Júlí kvöld við Eldvatnið , skrapp eftir kvöldmat til að athuga með sjóbirting , byrjaði í Hundavaðinu þar sem ég landaði 50cm staðbundnum urriða og 50cm sjóbirtingi . Prófaði Hvannakeldu og Feðga án þess að verða var og endaði síðan í Rollunni þar sem ég missti ansi vænan staðbundin urriða.“

Sjóbirtingur er sem sagt byrjaður að skríða inn. Ágúst á morgun og ritstjóri landaði fyrir eigi mörgum árum ríflega 60 cm sjóbirtingi í Eldvatnsbotnum um svipað leyti, sem var langt frá því að vera nýgenginn. Þannig að árnar á þessum slóðum eru strax orðnar spennandi.