Við greindum frá því fyrir skemmstu að sex laxar hefðu veiðst í opnun Sunnudalsár í Vopnafirði fyrir skemmstu. Nú höfuð við fregnað að opnunin var mun glæsilegri!

Ingólfur Helgason greindi okkur frá því að veiði hefði hafist þann 15.7 og í kvöld var búið að bóka 23 laxa. Það er mögnuð byrjun í raun og veru, því Sunnudalsá er kaldari en móðuráin Hofsá og er þess vegna rakin síðsumarsá. Að svona vel veiðist í henni í byrjun er fágætt.
            
		









