Við Skipahyl í Selá. Mynd -gg

Það vakti athygli þegar leigutakar Selár tóku þá umdeildu ákvörðun að banna sökktauma og þyngar flugur í ánni…og að ef að krókastærð væri stærri en 10 yrði að beygja niður agnhöld. Þarna átti að friða laxinn fyrir óþarfa áreiti og fyrstu tölur úr ánni segja til um að breytingin hefur gefið góða raun.

Gísli Ásgerisson framkvæmdastjóri Strengs sagði í samtali í kvöld að miðað við sama dag og í fyrra, sem þótti afburða góður, þá hefðu veiðst 53 laxar nú með lítilli sókn, miðað við 49 í fyrra. Ekki mikill munur vissulega, en breytingin á veiðitilhögun samt veruleg.

Gísli bætti við, að það væru spennandi tímar í Hofsá, hún væri með þrefalt meiri veiði miðað við síðustu ár og vonir stæðu til að áin væri að steðja í sitt fyrra gamla form.