Silungsveiði í Litluá hefur verið góð það sem af er sumri. Búið er að færa til bókar á annað þúsund silunga. Mest er um urriða en einnig er þó nokkuð af bleikju í ánni. Sá stærsti sem veiðst hefur hingað til er 83 en alls hafa þrír urriðar yfir 80 verið skráðir í veiðibók. Þar má einnig sjá að um 40 fiskar eru yfir 70 og obbinn er um og yfir 50 cm.

Þá hefur einnig verið ágæt veiði í Skjálftavatn en þar hafa veiðst hátt í 200 fiskar, mest bleikja. Þar er hins vegar sá stærsti 80 cm urriði en stærsta bleikjan sem færð hefur ferið til bókar var 67 cm.










