100 cm úr Blöndu!

Glæsilegur hængur, 100 cm!

Stórlaxarnir eru nú að raðast inn. Framan af voru þeir stærstu 90 til 98 cm, en svo kom 102 cm, þá 108 cm og nú var að koma 100 cm. Sá nýjasti kom úr Blöndu og er sá fyrsti um eða yfir meterinn sem veiðist í í ánni í sumar, en áður voru komnir a.m.k. tveir 98 cm úr ánni.

Það var Páll Stefánsson sem veiddi laxinn og mikill Blöndukarl, Þorsteinn Hafþórsson, var honum til aðstoðar og tók hann að auki myndina. Laxinn var hængur og nýgenginn eins og myndin gefur til kynna. Við má bæta að veiðin í Blöndu hefur verið prýðileg það sem af er og hefur áin verið meðal þeirra sem besta hafa gefið veiðina til þessa.