Sjóbleikjan er spennandi sportfiskur.

Sjóbleikja er nú farin að ganga í og veiðast í ám á Vestfjörðum. Mest er hún enn að sniglast í ósunum, en einnig aðeins farið að skjótast ofar.

Sjóbleikjur
Fallegar sjóbleikjur á leiðinni á grillið….

VoV var á ferðinni fyrir vestan síðustu daga og leit við hér og þar. T.d. í Skálmardalsá á sunnanverðum Vestfjörðum. Kvöldstund þar gaf fallega veiði og hópurinn sem opnaði landaði 16 fiskum og missti góðan slatta þrátt fyrir litla viðveru á árbakkanum.

Þá bárust tiðindi þess efnis að bleikjur hefðu veiðst í Djúpadalsá og Gufudalsá, sem eru á líkum slóðum og Skálmardalsá.

Þetta er nokkuð hefðbundinn tími fyrir fyrstu bleikjurnar fyrir vestan, en nokkur svæði norðan heiða detta oftast fyrr inn og má nefna silungasvæði Vatnsdalsár þar sem veiði hefur verið lífleg til þessa, reyndar mun meira á ferðinni þar en sjóbleikja, t.d. sjóbirtingar og staðbundnir urriðar