Risalax. Mynd Gísli Ásgeirsson.

Stórtíðindi! Net verða ekki lögð í Ölfusá og Hvítá sumarið 2019 og e.t.v. er það til frambúðar, eftir niðurstöðu sem varð á aðalfundi Veiðifélags Árnesinga fyrr í vikunni. Þetta staðfesti Esther Guðjónsdóttir formaður Stóru Laxárdeildar VÁ í skeyti til VoV.

VoV mun birta nánari frétt fljótlega, en niðurstaða er þessi. Esther, Drífa Kristjánsdóttir og Árni Baldursson, sem sat sinn fyrsta fund sem stjórnarmaður í VÁ mættu til fundar með hundrað umboð þar sem þrýst var á um þessa niðurstöðu. Laxastofnar bergvatnsáa í héraðinu hafa átt undir högg að sækja, Sogið nánast í rúst og uppbyggingarstarf í Tungufljóti á vonarvöl m.a. vegan netaveiða. Mikið hefur verið reynt í áranna rás að koma böndum á netaveiðina, en netabændur hafa haft næg tök í VÁ til að halda öllu slíku frá sér. En ekki lengur.