Hin árlega sumarhátíð Veiðihornsins verður haldin fyrstu helgina í júní líkt og mörg undanfarin ár. Hátíðin hófst raunar í dag og stendur fram eftir sunnudegi. „Með þessum viðburði fögnum við upphafi veiðisumarsins 2018 sem verður frábært,“ sagði Ólafur Vigfússon einn eigenda Veiðihornsins í skeyti til VoV.
Ólafur sagði enn fremur: „Sumarhátíðin verður haldin í Veiðihorninu Síðumúla 8 og hjá Veiðimanninum á Krókhálsi 4. Við kynnum allar nýjustu veiðigræjurnar frá stóru merkjunum okkar. Þar á meðal verður lögð sérstök áhersla á TFO eða Temple Fork Outfitters í Veiðimanninum en við höfum nýverið tekið við umboði fyrir því magnaða merki sem við getum boðið á sama verði og í Bandaríkjunum. Allt það nýjasta frá Simms og Sage er komið í smekkfullar búðirnar. Stangir, hjól og línur verða uppsett og klár til prófunar og á sérstökum sumarhátíðartilboðum einungis um helgina. Heimsfræga happdrættið okkar verður á sínum stað með mögnuðum vinningum en meðal þeirra eru veiðileyfi, flugustangir og hjól, jakkar og vöðlur svo eitthvað sé nefnt. Flugubarirnir eru komnir á yfirfall og fjöldi leynivopna kynntur.