Kalt en gott í Eldvatni

Eldvatn
Kuldalegt við opnun Eldvatns í gær. Enn kaldara í dag.

Tíu komu á land úr Eldvatni í gærmorgun, nokkrir til viðbótar í gærkvöldi og svo átta stykki í morgun. Þetta eru upp í 80 cm fiskar og meðalstærðin virkilega góð.

Eldvatn, Hafliði Brynjarsson
Hafliði Bryjarsson með 78 cm hæng úr veiðistaðnum Villa.
Erlingur Hannesson , Eldvatn
Erlingur Hannesson með 72 cm hæng úr Mangatanga.

Það hefur verið kalt á veiðislóð í dag, vaxandi að norðan með tilheyrandi vindkælingu. Menn hafa samt staðið vaktina og skv Jóni Hrafni Karlssyni sem er einn leigutaka árinnar, og meðal veiðimanna í opnun þá eru menn mjög sáttir við þessa opnun. Fiskur er víða og hann er yfirleitt vænn.