Tungufljót
96 sentimetrar!

Hrikalegur birtingur var dreginn að landi úr Tungufljóti í morgun, þeir verða varla mikið stærri, en þessi mikli höfðingi var mældur 96 cm!

Ólafur Guðmundsson, Tungufljót
Ólafur með hænginn stóra, 96 cm, úr Flögubökkum.

Það var Ólafur Guðmundsson sem landaði ferlíkinu á svokölluðum Flögubökkum, sem eru neðar heldur en hinn frægi veiðistaður Syðri Hólmi. Ólafur er ekki óvanur að glíma við stóra sjóbirtinga, landaði t.d. 90 cm fyrr í vor í Vatnamótunum. Einar Lúðvíksson leigutaki Tungufljóts kallaði tröllið “metfisk” og kæmi ekki á óvart ef að rétt reyndist því sjóbirtingar af þessari stærðargráðu veiðast ekki oft.

Enn sem fyrr er mikil og góð veiði á sjóbirtingsslóðum, sama hvaðan fréttirnar berast.