Tungulækur, sjóbirtingur
Stutt í löndun í Tungulæk í gær.

Fyrstu dagar sjóbirtingsveiða þetta vorið hafa verið all svakalegir þrátt fyrir að skilyrði hafi vart getað talist annað en erfið. Ekki aðeins hafa ótrúlega margir verið dregnir á land heldur hafa verið óvenjumargir óvenjustórir í aflanum. Höfum nú frétt af 94 og 93 sentimetra boltum.

Tungulækur
Sá stærsti sem við höfum frétt af í vor, kom úr Tungulæk og var mældur 94 cm. Annar úr ánni var 93 cm.

VoV hafði spurnir af framgöngu fyrsta veiðihópsins sem lauk veiðum um miðjan dag í gæt eftir 2 og 1/2 dag og endaði með 234 sjóbirtinga landaða. Þeim var öllum sleppt eins og lög og reglur Tungulækjar gera ráð fyrirr. Að sögn er mjög mikið af fiski á svæðinu og talsvert var af vænum fiski innan um í aflanum. Sá stærsti var 94 cm Annar var 93 cm eins og fram kom í inngangi.“