Við sögðum á dögunum frá Íslensku fluguveiðisýningunni sem haldin verður 21. Mars næst komandi. Þar verður haldin afar athyglisverð málstofa, auk annarra viðburða. Meira hér…

Við fengum fréttatilkynningu frá þeim félögum í Fish Partner, sem standa að uppákomunni og þar stóð meðal annars: „Á Íslensku fluguveiðisýningunni verður málstofa og pallborðsumræður um áhrif sjókvíaeldis á náttúruna og mögulegar aðrar leiðir til eldis. Benóný Jónsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, flytur erindi um áhrif norskra eldislaxa á villta stofna. Í pallborði, ásamt Benóný, verða Ingólfur Ásgeirsson frá Icelandic Wildlife Fund, Jón Helgi Björnsson formaður stjórnar Landssambands veiðifélaga og Jón Þór Ólason formaður stjórnar Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fundarstjóri verður Gunnar Helgason. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á Tix.is“