Aldeilis álitlegir afslættir í boði

Vænn uriði úr Laxá, Mynd SVFR

SVR er nú að bjóða upp á helmingsafslátt af veiði leyfum á urriðasvæðunum í Laxárdal og Mývatnssveit. Síðsumarið hefur alltaf verið þungt í sölu og svo eru Covit afbókanir, en þetta er athyglisvert tækifæri.

Veiði hefur verið nokkuð góð á þessum slóðum í sumar þó að við höfum ekki tölur þar um. Hins vegar hafa svæðin verið lengi vel erfið í sumar vegna hitabylgju og mikils slý í ánni. Það hefur hamlað. Nú er það allt að baki, líka brjálaða flugan. Búin að verpa og sjúgja blóðið og farin dvala. VoV þekkir fleiri einn og fleiri en tvo sem hafa gert frábæra veiði í Dalnum og Mývó seinni part ágúst, þannig að þarna gætu leynst tækifæri til að bæta enn í ævintýri sumarsins.