Sakkarhólmi, Júlíus H Schopka
Mynd sem Júlíus H Schopka tók við Sakkarhólma í Soginu. Þeir bæta tæplega ástandið, en eru ekki stóri sökudólgurinn.

Fram hefur komið að niðursveifla á laxveiði í Soginu er svo ákveðin að grípa þarf til einhverra aðgerða. Síðasta sumar sýndi fram á fársjúka á þar sem það voru nánast jafnar líkur á því að setja í alvörulax versus hnúðlax!

Ýmsir koma að veiðileyfasölu í Soginu, Rafn Valur Miðfirðingur hefur tekið við Syðri Brú, Lax-á er með Ásgarð og SVFR Bíldsfell, Alviðru og Þrastarlund. Þá eru enn aðrir með Torfastaði. En SVFR hefur stigið ákveðið skref í það sem kalla má endurreisn Sogsins, en félagið samþykkti ályktun á nýliðnum aðalfundi. Þeir sem fóru fyrir ályktuninni voru Ólafur Kr Ólafsson sem um árabil hefur verið formaður árnefndar SVFR fyrir Sogið, Bjarni Júlíusson fyrrum formaður félagsins og Arthur Bogason fyrrum stjórnarmaður SVFR. Álylktunin, sem var samþykkt var svohljóðandi:  “Aðalfundur skorar á stjórn SVFR um að Stangaveiðifélagið taki forystu í endurreisn Sogsins. Félagið stuðli að og leiði samstarf með veiðiréttareigendum og veiðileyfasölum á svæðinu öllu til að efla laxgengd á svæðinu og auka veiðina”