Sjóbleikjan er spennandi sportfiskur.

Sjóbleikjuveiði jókst mjög á síðustu vertíð og hefur ekki verið meiri í ellefu ár. Nú er hafin forsala á veiðileyfum í þessa perlu og verður ugglaust slegist um hverja stöng.

Þetta kemur fram í frétt sem veiditorg.is lét frá sér í gær, en þar kemur fram að í fyrra veiddust um 800 bleikjur í ánni og ríflega 200 urriðar, bæði sjógengnir og staðbundnir. Samtals ríflega 1000 fiskar og hefur ekki veiðst meira síðan sumarið 2006 þegar veiddar bleikjur voru rúmlega 900 og urriðarnir þá rúmlega 200.

Þetta eru gleðitíðindi þar sem sjóbleikjan hefur víða verið talin vera að gefa verulega eftir. Þessar tölur eru mótvægi við það og geta má þess að víða að á norðan- og austanverðu landinu fengust tíðindi þess efnis að talsvert mikið hafi verið af sjóbleikju.  Til marks um umrædda hnignun bleikju….og Eyjafjarðarár, þá veiddust aðeins rúmlega 200 bleikjur í ánni sumrin 2013 og 2015. Fyrra árið voru urriðar tæplega 400 og er það eina árið að urriðinn hefur farið fram úr bleikjunni í ánni. Annars geta lesendur glöggvað sig betur á snyrtilegri töflu sem að Erlendur Steinar (Elli Steinar) Friðriksson hefur sett inn á www.veiditorg.is , sem sér um sölu veiðileyfa í ána. Forsala leyfa hefst 1.mars og komast þar að einungis veiðimenn sem áður hafa keypt leyfi í ánni. Verði eitthvað óselt eftir þann atgang fer restin af lausu dögunum í opna sölu og er það veiditorg.is sem sér um hvort tveggja.