Strax kominn lax úr Mýrarkvísl

Mattháis Þór Hákonarson með þann fyrsta af væntanlega mörgun úr Mýrarkvísl í morgun.

Mýrarkvísl var opnuð í morgun, þetta er síðsumarsá og því tíðindi ef að eitthvað gerist þar fyrstu daganna. Þess vegna dæmum við fyrsta daginn sem frábæran.

Matthías Þór Hákonarson leigutaki árinnar segir: „Fyrsti laxinn kom úr Mýrarkvísl þetta árið, þessi fallega 75 sm hrygna úr Nafarhyl 26. Urðum varir við annan lax í 15. sem kom uppí flugu hjá makkernum en hékk ekki á.“

Þetta er kannski ekki mikið, en þetta er mikið fyrir Mýrarkvísl. Hún er þevrá Laxár í Aðaldal, rennur í móðuræðina við Heiðarenda, en en er yfirleitt sein til. Þannig að þetta er „góð opnun“.