Gunnar Óskarsson, Geirlandsá
Viðmælandi okkar Gunnar Óskarsson, formaður SVFR með boltafisk úr Geirlandsá nú í haust.

Loks er gengið frá fimm ára endurleigu SVFK á Geirlandsá. Það er fyrir margt löngu að áin fór í útboð(síðasta haust) og margir buðu, en SVFK hæst, en núna er þetta í höfn…

Þetta staðfestu við okkur bæði Gunnar Óskarsson og Arnar Óskarsson, formaður og gjaldkeri SVFK (Keflavík). Gunnar sagði: „Já þetta er í höfn og má segja frá. Við erum kátir, áin hefur verið einn af hornsteinum okkar starfsemi og við gleðjumst, það er verið að ganga frá pappírum þessa daganna, þetta er komið“

Geirlandsá er ein besta sjóbirtingsá landsins og þótt víðar væri leitað. Gleðilegt fyrir SVFK að halda djásninu sínu.