Nýjar vikutölur á angling.is sýna fram á að það haustar og enn er fremur dauft yfir þessu öllu saman. Nokkrar ár standa þó uppúr og fáeinar eru á bærilegu róli eftir að hafa fengið bættan vatnsbúskap undir lok ágúst. Víða er samt bara lítið af laxi.

Eystri Rangá er sem fyrr með lang hæstu heildartöluna. Selá hins vegar með bestu meðalveiðina á stöng. Ekkert breytt á þeim bæjum frá fyrri vikum, en þó segir haustið til sín. Selá samt sem áður komin yfir heildartölu síðasta sumars og veitt fram yfir 20.september. Þá er Norðausturhornið allt, frá Sléttu og til Vopnafjarðar í góðu standi sem fyrr þó að ögn hafi veiðin dalað víða á svæðinu. Sléttuárnar Deildará og Ormarsá eru komnar yfir heildartölu síðasta sumars og sama má segja um Svalbarðsá og Hafralónsá af þeim ám sem eru listaðar hjá angling.is. Frést hefur af prýðisgangi í Sandá og Hölkná að auki þannig að þar má einnig búast við að heildartölur verði betri en síðasta ár ef þær eru þá ekki komnar í það nú þegar.
Fjórar ár hafa nú rofið þúsund laxa múrinn og aðeins ein komin yfir 2000. Í fyrra telst okkur til að 12 laxveiðiár hafi náð fjögurra stafa tölu, en vandséð að þær verði fleiri en fjórar þetta sumarið, en þó er Þverá/Kjarrá að banka á þær dyr með þokkalegum endaspretti. Þá er Búðardalsá fimm löxum frá því að komast í þriggja stafa tölu.
Hér kemur svo listinn og að venju vantar nokkrar tölur. Er það tekið fram þar sem við á. Að venju er fremsta talan heildartalan til þessa og næsta tala veiði síðustu viku. Í svigunum koma síðan fyrri vikuveiðitölur þannig að menn geta séð stíganda, hníganda eða stöðugleika. Það er sem fyrr sorglegt að sjá ástandið í mörgum af þekktustu ám okkar, en á móti kemur að víða hefur veiði verið góð og rigningin glætt döprustu svæði landsins.
Eystri Rangá 2782 – 130 (96 – 240 – 493 – 474 – 166 – 557 – 281 – 170 -142 – 63)
Selá í Vopn 1391 – 91 (133 – 165 – 208 – 188 – 232 – 170 – 142 – 46 -16)
Ytri Rangá 1364 – 180 (78 – 112 – 217 – 147 – 161 – 166 – 127 – 71 – 36 )
Miðfjarðará 1324 – 131 (102 – 107 – 217 – 120 – 154 – 186 -105 – 84 -55 – 39 – 24)
Þverá/Kjarrá 907 – 120 (136 – 119 – 62 – 49 – 66 – 104 – 111 – 62 – 17)
Urriðafoss 746 – 11 (6 – 14 – 10 – 25 – 44 – 58 – 75 – 108 – 63 – 72)
Laxá á Ásum 682 – 65 (51 – 64 – 144 – 83 – 73 – 94 – 54 – 36 – 12)
Blanda 632 – 30 (30 – 11 – 20 – 61 – 155 – 60 – 90 – 40 – 25 – 25 – 31)
Hofsá í Vopn 624 – 41 (50 – 73 – 68 – 67 – 93 – 106 – 72 – 37 – 13 – 4)
Haffjarðará 568 – 38 (43 – 52 – 87 – 46 – 46 – 71 -52 – 42 – 51)
Elliðaárnar 501 – 27 (53 – 31 – 22 – 39 – 48 – 66 -84 – 72 – 81 – 45)
Norðurá 495 – 82 (78 – 71 – 23 – 16 – 41 – 77 – 24 – 28 – 26 -18 – 4)
Grímsá 488 – 50 (70 – 36 -18 – 53 – 51 – 61 -55 – 28 – 35 – 21)
Lax á í Aðaldal 473 – 46 (31 – 50 – 51 – 37 – 61 – 42 – 44 – 26 )
Laxá í Dölum 450 – 97 (132 – 50 – 39 – 38 – 36 – 14 – 16 – 20 – 6)
Langá 440 – 91 (49 – 73 – 28 – 13 – 37 – 50 – 16 – 21 – 12)
Svalbarðsá 416 – 35 (29 – 60 – 69 – 48 – 36 – 42 – 59 – 22)
Víðidalsá 360 – 53 (31 – 44 – 34 – 30 – 35 – 31 -45 – 21 – 16 )
Jökla 357 – 15 (3 – 6 – 10 – 83 – 100 – 76 – 28 – 33 – 14)
Vatnsdalsá 338 – 34 (21 – 26 – 24 – 38 – 44 – 57 – 22 – 21 – 8 )
Hafralónsá 321 – 34 (24 – 41 – 27 – 34 – 29 – 57 – 65 )
Skjálfandafljót 310 – 10 (10 – 50 – 89 – 20 – 39 – 27-12-36)
Hafralónsá 287 – 24 (41 – 27 – 34 – 29 – 57 – 65 )
Hrútafjarðará 290 – 50 (25 – 52 – 43 – 18 – 52 – 20 – 16 – 4 – 12)
Laxá í Leirársv. 226 – 41 (16 – 23 – 20 – 30 – 41 – 18 – 15) vikugömul tala
Haukadalsá 195 – 20 (10 – 27 – 20 – 4 – 24 – 12 – 11 -6)
Laxá í Kjós 193 – 21 (40 – 11 – 18 – 20 – 8 – 12 – 21 – 17 – 19)
Deildará 191 – 15 (25 – 20 – 18 – 29 – 19 – 23 – 18 – 14 -5)
Flókadalsá 179 – 13 (25 – 7 – 9 – 9 – 16 – 22 – 20 – 25 – 33 – 16)
Hítará 175 – 22 (3 – 23 – 37 – 33 – 6 – 9 – 16 – 17 – 11) vikugömul tala
Brennan 173 – 8 (37 – 24 – 0 -1 – 1 – 4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35) vikugömul tala
Affall 158 – 21 (21 – 26 – 38 – 41 – 1 – 5) -viku gömul tala
Fnjóská 149 – 12 (10 – 18 -11 – 29 – 13 – 16 – 10 – 12 – 11 – 5)
Stóra Laxá 122 – 20 (27 – 3 – 2 – 5 – 11 – 12 – 13 – 10 – 19)
Úlfarsá 120 – 20 (8 – 5 – 8 – 8 – 15 – 8 – 23 – 10 – 15)
Ölfusá 120 – 0 (0 – 7 – 8 – 4 – 21 – 12 – 26 – 23 – 12)
Straumfjarðará 111 – 9 (23 – 12 – 8 – 10 – 6 – 12 – 22 – 8 – 1)
Við munum fylgjast með listanum eitthvað fram eftir vikunni og bæta inn nýjum tölum og raða listanum uppá nýtt ef þurfa þykir. Listinn mun hugsanlega eitthvað breytast með nýjum tölum. Annars geta lesendur séð meira til á www.angling.is