regnbogi
regnbogi úr eldi

Það eru að veiðast aðskotadýr núna vinstri hægri, að þessu sinni fréttum við af regnbogasilungi, augljóslega úr eldi, sem veiddist núna í vikubyrjun í Ytri Rangá. Nú hin síðari ár eru að veiðast í íslenskum veiðiám, eldislaxar, regnbogasilungar úr eldi og síðan bleiklaxar, eða hnúðlaxar, eða hvað sem þeir heita.

 

regnbogi

regnbogi
 

Fiskurinn sem um ræðir hér er ekki sá fyrsti, síðustu sumur hafa veiðst fjölmargir regnbogar úr eldi, en að venju er ekkert látið uppi um slysasleppingar. Þessi veiddist á Gunnugilsbreiðu í Ytri Rangá og var 5 pundari, enginn tittur sem sagt.