Ytri Rangá, Jóhannes Hinriksson
Veiðimenn hampa fallegri hrygnu við Ytri Rangá í slagveðrinu í gær. Mynd Jóhannes Hinriksson.

Veiði hófst í Ytri Rangá í gær og voru skilyrði eins og verst verður á kosið, snarvitlaust slagveður með meiru. Eigi að síður tókst að slíta upp flottan afla, nema hvað?

Alls veiddust í gær 23 laxar, en að sögn Jóhannesar Hinrikssonar umsjónarmanns árinnar þá var „hroðalegt“ að koma flugunni út vegna veðurhamsins, en samt náðust umræddir 23 laxar á land, geri aðrir betur! „Býsna gott miðað við aðstæður,“ sagði Jóhannes og bætti við að „slatti af laxi væri á neðri svæðum árinnar.“