Veiði fór vel af stað í Eystri Rangá þegar opnað var í morgun. Áin er orðin þekkt fyrir góðar stórlaxagöngur sem koma snemma og ekki þurfa menn að kvarta undan vatnsleysi í Rangárþingi, til þess eru helstu fallvötnin of mikil. En sum sé, veiði byrjaði vel og lofar góðu.

Guðmundur Atli Ásgeirsson, sem fer með sölu júníleyfa í ánni sagðist ánægður með gang mála, að minnsta kosti fimm laxar hefðu veiðst á fyrstu vaktinni og allt voru það stórir og fallegir laxar. Talsvert líf á svæðinu og horfur góðar með framhaldið.