Félagarnir Nuno og Jón Þorsteinn með einn af fjórum á Stokkhylsbrotinu í morgun, þar sem þeir voru m.a. að taka mikróhits....Myndin er af FB síðu JÞ

„Það lítur út fyrir að lokatala dagsins sé tíu laxar og alla vega sex sloppnir. Þetta var orðið erfitt seinni partinn, orðið mjög hvasst og kalt. En okkur finnst þetta vera ágæt byrjun,“ sagði Einar Sigfússon sölustjóri Norðurár í samtali við VoV nú í kvöld.

Skv lýsingum Einars er laxinn ansi dreifður. Fyrir utan þessa hefðbundnu staði neðan við Laxfoss, þá má nefna nokkra staði þar sem löxum var annað hvort landað eða sett í. Harðastrengur í Munaðarnesi, Spegillinn í Stekknum, Hvararhylsbrot, Stokkhylsbrot og Myrkhylsrennnur. „Ég sá lax í ánni fyrst fyrir hálfum mánuði og í dag var sett í einn á Bergylshroti, sá lax slapp en það sást síðan annar. Þá er vika síðan að það sást lax við Glitstaðabrú,“ sagði Einar og bætti við að hann hefði vissulega haft ányggjur af því að lítið yrði af stórlaxi nú þar sem mjög lítið var af smálaxi í fyrra. „Það er að vísu erfitt að ´tta sig á magninu af laxi í ánni, það hefur verið svo hvasst, en ef að við fáum svona stórlaxareyting þá eru allir hér sáttirt, því eftir svona tvær vikur eða svo gæti allt farið á flug ef að spár um góða smálaxagengd gengur eftir.

Sérstakir gestir Einars og Veiðifélags Norðurár við opnunin voru hjónin Helgi Björnsson söngvari og Vilborg Halldórsdóttir leikkona. Hún landaði fyrsta laxi sumarsins að þessu sinni, 75 cm hrygnu sem tók rauðan Elliða á Brotinu. Þetta var Maríulax Vilborgar.