Árni Pétur, Kirkjustrengur, Þverá
Nesverjar, Andrea Ósk Hermóðsdóttir og Hilmar Þór Árnason, börn Nesbænda Árna Péturs og Hermóðs, með einn af morgunlöxunum í Þverá, 86 cm úr Kirkjustreng. Mynd Árni Pétur.

Jún Mýrdal, Runki, Kjarrá
Jón Mýrdal með einn af nítján úr Runka í morgun. Ath að þetta er hængur, en þeir gera sig æ meira gildandi í vorveiði en fyrr á tímum.

Nú liggur fyrir að heildartala morgunsins í Kjarrá var 26 laxar, þ.e.a.s. sex til viðbótar komu á land í viðbót við þá tuttugu sem við greindum frá fyrr í dag. „Eðlilegar tölur,“ segir leigutakinn.

„Þetta var bara Runki, 19 stykki úr honum, en annars var Kjarráropnunin góð og að kalla má eðlileg, alls 26 laxar á land.Magnað í Runka, en menn urðu mjög víða varir við laxinn og hann er vel dreifður, hann er eflaust búinn að vera þarna síðan seinni partinn í mai,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson í samtali við VoV.