Blanda
Glímt við lax í Blöndu. Nú er komið yfirfall.
Blanda, Höskuldur Birkir Erlingsson
Reynir Már Sigmundsson með þann fyrsta úr Blöndu í morgun. Mynd Höskuldur Birkir Erlingsson.

Blanda byrjaði vel, ekki hægt að segja annað, tíu laxar á land á morgunvaktinni, allt stórir og fallegir fiskar.

Þessi byrjun kemur ekki á óvart því kunnugir hafa verið að fylgjast með löxum raða sér inn á svæðið síðustu viku-tíu daga. Auk þess að landa tíu löxum var sett í all nokkra til viðbótar sem sluppu, m.a. einn sem var talinn í yfirstærð. En þetta er flott opnun, því aðeins er veitt á fjórar stangir á svæðinu.