Brunná, Sandá, Matthías Þór Hákonarson
Frederik Ottoson veiddi stærsta fisk dagsins!

Eitt þeirra svæða sem opnaði í dag var Brunná ásamt Sandá, en aðallega er veitt í ármótunum og niður með Sandá, sem er kvísl úr Jökulsá á Fjöllum. Það var frábær veiði þar í dag, sjóbirtingur, staðbundinn urriði og bleikja!

Brunná, Sandá, Matthías Þór Hákonarson
Matthías með einn grunsamlega vel haldinn birting úr Sandánni í morgun.
Matthías Þór með hausstóra bleikjukusu.

„Það voru fín skilyrði og við fengum alls 35 fiska í dag, mest í Sandá og aðallega vel neðan við ármótin að þessu sinni. Þeir voru í misgóðu ásigkomulagi, en eins og sjá má af myndunum vorum margir þeirra í frábæru formi,“ sagði Matthías Þór Hákonarson veiðileyfasali og leiðsögumaður á Akureyri í samtali við VoV í kvöld, en hann var með nokkra erlenda veiðimenn á sínum snærum í dag.