Úlfarsá, Korpa
Fossinn í Korpu/Úlfarsá, þekktasti veiðistaður árinnar og mjög gjöfull. Mynd Heimir Óskarsson.

Útboði hinu síðara á Úlfarsá/Korpu er nú liðið og hefur veiðifélag árinnar tekið tilboði SVFR sem mun því selja veiðileyfin í ána frá og með upprennandi sumri. Óli Jón Herterwig formaður VÚ staðfesti þetta í skeyti til VoV.

Samningurinn var reyndar undirritaður í lok síðustu viku og þá þegar var greint frá því á heimasíðu SVFR með þeim orðum að félagsmenn gætu fest sér daga með tölvupóstum til sölustjóra SVFR, Kristjáns Benediktssonar (Stjána Ben), en vefsala félagsins verður annars opnuð með öllum óseldu veiðileyfunum nú í vukubyrjun skv upplýsingum frá SVFR.

Þetta mögulega lengsta útboðsferli er því lokið, en áður hafði fariið fram útboð þar sem SVFR bauð lang hæst í ána, en fékk eigi vegna þess að félagið uppfyllti þá ekki ýtrustu útboðsskilmála, eins og það var orðað á sínum tíma, því var blásið til nýs útboðs sem að lauk með því að enn bauð SVFR hæst og hefur augljóslega uppfyllt allar ýtrustu kröfur að þessu sinni.