Erlendur veiðimaður með 99 cm hæng úr Laxá í Dölum. Mynd Jón Þór.

Við erum pínu sein með vikuuppgjörið, vorum í veiðitúr. En á heildina litið, þá er þetta sama sagan, jafnvel dalandi. Sums staðar telja menn að að veiðin muni glæðast ef að rignir. Ef til vill er það rétt, en það er samt lítið af laxi. Nema á Norðausturhorninu og í Eystri Rangá. Annars staðar er þetta í besta falli skítþokkalegt og yfirleitt bara hörmulegt. Skoðum samt tölurnar…

Að venju er fremsta talan heildartalan til þessa og næsta tala veiði síðustu viku. Í svigunum koma síðan fyrri vikuveiðitölur þannig að menn geta séð stíganda, hníganda eða stöðugleika. Við erum aðeins með þær ár sem rofið hafa hundrað laxa múrinn. Og nú við lok júlí er magnað að sjá hversu margar þekktar ár eru enn að böðlast í tveggja stafa tölum. En það þarf ekki að fjölyrða um ástæður þessa.

Eystri Rangá      1813 – 474 (166 – 557 – 281 – 170 -142 – 63)

Selá í Vopn         794 – 188 (232 – 170 – 142 – 46 -16)

Ytri Rangá          777 – 147 (161 – 166 – 127 – 71 – 36 )

Miðfjarðará         767 – 120  (154 – 186 -105 – 84 -55 – 39 – 24)

Urriðafoss           705 – 25 (44 – 58 – 75 – 108 – 63 – 72)

Blanda                541 – 61 (155 – 60 – 90 – 40 – 25 – 25 – 31)

Þverá/Kjarrá        470 – 49 (66 – 104 – 111 – 62 – 17)

Hofsá í Vopn        392 – 67 (93 – 106 – 72 – 37 – 13 – 4)

Elliðaárnar           390 – 39 (48 – 66 -84 – 72  – 81 – 45)

Laxá á Ásum         358 – 83 (73 – 94 – 54 – 36 – 12)

Haffjarðará            348 – 46 (46 – 71 -52  – 42  – 51)

Jökla                     320 – 83 (100 – 76 – 28 – 33 – 14)

Grímsá                  314 – 53 (51 – 61 -55 – 28 – 35 – 21)

Laxá í Aðaldal        295 – 37  (61 – 42 – 44 – 26 )

Norðurá                 241 – 16  (41 – 77 – 24 – 28 – 26 -18 – 4)

Langá                    235 – 37 (50 – 16 – 21 – 12)

Svalbarðsá             223 – 48  (36 – 42 – 59 – 22)

Vatnsdalsá             203 – 38 (44 – 57 – 22 – 21 – 8 )

Víðidalsá                198 – 30  (35 – 31 -45 – 21 – 16 )

Hafralónsá             185 – 34 (29 – 57 – 65 )

Skjálfandafljót        151 – 20 (39 – 27-12-36)

Brennan                 128 – 0 (1 – 1 – 4 – 15 – 14 -39 – 19 – 35)

Laxá í Leirársv.       125 – 20 (30 – 41 – 18 – 15)

Flókadalsá             125 – 9 (16 – 22 – 20 – 25 – 33 – 16)

Hrútafjarðará         120 – 18 (52 – 20 – 16 – 4 – 12)

Ölfusá                    105 – 4 (21 – 12 – 26 – 23 – 12)

Laxá í Kjós             103 – 20 (8 – 12 – 21 – 17 – 19)

Menn taka eftir því að Eystri dalaði talsvert um daginn, en þar hafði verið rífandi stígandi. Áin var mjög skoluð um tíma, en var að koma til smátt og smátt og veiðin að taka samstundis við sér. Samt fór hún í 67 laxa á gruggdögum. Sama er að segja um Urriðafoss, hann er enn á niðurleið, en hefur verið einkar erfiður lengst af vegna mikils gruggs í Þjórsá. Áin er enn afar skoluð.

Við drögum línuna að venju við þriggja stafa tölu og það hafa nokkrar bæst í hópinn. Ekki samt margar og nokkrar frægar eru enn að berjast við það. Nokkur dæmi um hörmungar vikutölur í ám neðan við hundrað laxana eru: Haukadalsá 4 laxar, Úlfarsá 8 laxar, Stóra Laxá 5 laxar, Straumfjarðará 10 laxar, Leirvogsá 2 laxar, Gljúfurá 3 laxar, Straumar 2 laxar, Breiðdalsá 8 laxar og Svartá 0 laxar! Menn horfa kannski í lægri tölur í Þistilfirði og Vopnafirði, en stangarfjöldinn þar skiptir öllu máli. Þar er fín veiði þó að sveiflist á milli vikna.

Smálax hefur víðast hvar skilað sér illa. Það einfaldlega vantar fisk. Lesendur geta síðan séð enn meira á www.angling.is