Sá fyrsti úr Húseyjarkvísl – vertíðin þó ekki hafin

Ólafur Ragnar með glæsifenginn, óvæntan af silungasvæðinu.

Fyrsti laxinn er kominn á land úr Húseyjarkvísl, var dreginn á land í gær,  en laxavertíðin þar hefst þó ekki fyrr en 24.júní. Enda veiddist laxinn á silungasvæðinu.

Það var Ólafur Ragnar Garðarsson, sem er öllum hnútum kunnur við Kvíslina sem veiddi laxinn. „Ég ákvað að líta ofan af þjóðvegabrúnni í gær á leið heim úr Laxárdalnum og sá þar tvo nýja og flotta laxa. Náði öðrum þeirra, glæsilegri hrygnu 86 cm. Þetta svæði er bara niðri á silungasvæði. Allt saman því 100% löglegt, en laxasvæðið opnar 24.júní,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við VoV.