Langá, Strengirnir, Heimir Óskarsson
Laxi landað neðan við Strengina í Langá. Mynd Heimir Óskarsson.

Gunnar okkar allra Bender var að skila af sér nýjasta Sportveiðiblaðinu. Alltaf sama eftirvæntingin eftir því, enda lítið orðið af prentuðu efni um veiðiskap. Allt komið á netið. Það kennir ýmissa grasa hjá Bender sem fyrr. Heyrum fyrst fréttatilkynninguna:

Þórarinn Sigþórsson
Kápan, Tóti tönn, lúinn af laxadrætti…

“Fyrsta tölublað Sportveiðiblaðsins 2018 er að renna út úr prentvélunum. Um er að ræða stórglæsilegt tölublað. Í blaðinu er tímamótaviðtal við Þórarinn Sigþórsson „Tóta tönn“en hann hefur landað 20.511 löxum! Einnig er viðtal við stórsöngvarann Kristján Jóhannsson og Jón Þór Ólason sem er nýkjörinn formaður SVFR. Við skoðum flugurnar hans Sveins Þórs Arnarsonar og ferðumst milli veiðistaða í Laxá í Dölum. Árni Magnússon segir okkur frá Tungulæk og Haugurinn segir okkur frá „trendinu“ í laxaflugum fyrir sumarið. Einnig er að finna í blaðinu fjölmargar veiðisögur og greinar þar sem flakkað er frá Elliðavatni til Suður-Ameríku með millilendingu í Finnmörku. Þetta er aðeins brot af því sem við segjum frá í þessu fyrsta tölublaði ársins. Blaðið er eins og fyrr segir að skríða úr prentvélunum og verður blaðinu dreift til áskrifenda og á endusölustaði í næstu viku.  Þetta er tölublað sem allir veiðimenn ættu að eignast! “

Við skoðun er margt áhugavert. Ætlum ekki að endurtaka úr fréttatilkynningunni, en bæta við að grein eftir Odd Helgason, „Jörðin að láni“ er eiginlega uppáhaldið okkar í þessu tölublaði.