Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur framlengt leigusamning sinn við landeigendur við Gufudalsá á sunnanverðum Vestfjörðum og verður SVFR því áfram með þessa vinsælu sjóbleikju til næstu ára.

Greint er frá þessu á vefsíðu SVFR. Gufudalsá er fjögurra stanga sjóbleikjuá með umtalsverðri laxavon.Hún rennur í gegnum vatn, Gufudalsvatn, sem einnig er gjöfult. Í frétt SVFR kemur einnig fram að ráðist verði í „endurbætur á aðstöðu“, eins og þar stendur, en stórt og gott veiðihús er við ána, sem gert hefur ána að sérstaklega fjölskylduvænni veiðiá.